Prem

Prem ehf er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og hönnunarráðgjöf fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Auk þess heldur Prem utan um námskeiðahald í ýmiskonar saumaskap og saumatækni.

Helga Rún Pálsdóttir, stofnandi Prem, er með 34 ára reynslu í hönnunargeiranum og þar af 11 ára reynslu hjá Össuri. Ásamt ráðgjöf og kennslu tekur fyrirtækið að sér sniðagerð og sérsaum á ýmsum verkefnum, hvort sem það eru hattar, fatnaður eða annað.