Skilmálar fyrir námskeið
1. Við skráningu á námskeið skal greiða námskeiðsgjald að fullu. Pláss er ekki tryggt á námskeiði nema full greiðsla hafi borist. Með greiðslu samþykkir þátttakandi skilmála námskeiðsins.
2. Námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt innan 7 daga frá upphafi námskeiðs.
3. Kennsla er á íslensku, en hægt er að hafa námskeið á ensku ef næg þátttaka fæst.
4. Kennari áskilur sér rétt til þess að fella niður námskeið ef ekki er næg þátttaka.
5. Hægt er að sækja um námskeiðsstyrk til flestra stéttarfélaga, með kvittun fyrir greiðslu á námskeiði.
6. Námskeiðin eru ætluð 18 ára og eldri, og áskilur kennari sér rétt til þess að vísa nemanda sem truflar kennslu af námskeiði.