Saumanámskeið í kvenfatnaði (grunnur)
Aðeins eru 6-8 þátttakendur á námskeiði.
Kvöldnámskeið, 4 kvöld, einu sinni í viku frá kl. 18-21, alls 12 klukkustundir.
Á námskeiðinu saumar hver sér flík að eigin vali, og farið er í gegnum það helsta sem að þarf að hafa í huga þegar flík er saumuð.
Unnið er með snið úr sníðablöðum en einnig farið í hvernig taka á upp snið af flík án þess að taka hana í sundur.
Það sem að þarf að hafa með sér, eru helstu verkfæri til sauma, saumavél, skæri, títuprjónar, málband og svo framvegis.
Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig á lista í gegnum tölvupóst Helgu og er námskeiðið haldið þegar nægilegum fjölda hefur verið náð.