Saumanámskeið í herrafatnaði

Aðeins eru 6-8 þátttakendur á námskeiði. 

Kvöldnámskeið, 6 kvöld, tvisvar í viku frá kl. 18-21, alls 18 klukkustundir.

Á námskeiðinu saumar hver sér flík að eigin vali, buxur, skyrtu, vesti, peysu og farið er í gegnum það helsta sem að þarf að hafa í huga þegar flík er saumuð. T.d. sniðagerð, samsetningu, límfóður, vasa saum, rennilása ísetning, hnappagöt og töluáfesting.

Það sem að þarf að hafa með sér, eru helstu verkfæri til sauma, saumavél, skæri, títuprjónar, málband og svo framvegis.

Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig á lista í gegnum tölvupóst Helgu og er námskeiðið haldið þegar nægilegum fjölda hefur verið náð.

Skráning
Previous
Previous

Kvenfatasaumur

Next
Next

Hattagerð