Námskeið í hattagerð
Aðeins eru 6-8 þátttakendur á námskeiði.
Helgarnámskeið, laugardag og sunnudag kl. 9 til 15, alls 12 klukkustundir.
Á námskeiðinu læra nemendur að gera einn smáhatt (samkvæmishatt) og einn klassískan filthatt.
Nemendur koma með helstu saumaverkfæri, s.s. skæri, tvinna, málband, reglustikur, krít, títuprjóna og gott er að hafa fingurbjörg því um er að ræða mikinn handsaum.
Efniskostnaður er ekki innifalinn, og greiðist á staðnum.
Nemendur geta gjarnan komið með fjaðrir, perlur og annað auka til að skreyta með.
Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig á lista í gegnum tölvupóst Helgu og er námskeiðið haldið þegar nægilegum fjölda hefur verið náð.