Framhaldsnámskeið í fatasaum

Aðeins eru 6-8 þátttakendur á námskeiði. 

Kvöldnámskeið, 4 kvöld, einu sinni í viku frá kl. 18-21, alls 12 klukkustundir.

Þetta námskeið er aðeins fyrir þá sem hafa verið á saumanámskeiði hjá mér áður og vilja bæta við sig þekkingu, og takast á við flóknari verkefni.Á námskeiðinu saumar hver sér flík að eigin vali, og nú eru valin aðeins flóknari flíkur en á grunnsaumanámskeiðinu t.d kápa, jakki, kannski fóðraður kjóll, pils, vesti, buxur. Unnið er með snið úr sníðablöðum en einnig er hægt að taka upp snið af flík ef vill. Farið er í ýmis smáatriði eins og vasa saum, handgerð hnappagöt, hvernig á að stækka/ víkka snið, meira um límingar inní flíkur, hnappa áfestingar, stytta buxur, og eitthvað um handsaum, blind spor, falinn saum og hexispor. Það sem að þarf að hafa með sér, eru helstu verkfæri til sauma, saumavél, skæri, títuprjónar, málband og svo framvegis. Þar sem þetta er aðeins 4 kvölda námskeið þá er þörf á að vinna heima í flíkinni milli kvölda.

Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig á lista í gegnum tölvupóst Helgu og er námskeiðið haldið þegar nægilegum fjölda hefur verið náð.

Skráning
Previous
Previous

Hattagerð

Next
Next

Leðurtöskusaumur