Leðurtöskusaumur
Aðeins eru 6-8 þátttakendur á námskeiði.
Helgarnámskeið, einn dagur, frá kl. 9-16, alls 7 klukkustundir.
Á námskeiðinu læra nemendur að sauma leðurtösku að eigin vali. Farið er í gegnum það helsta sem þarf að hafa í huga við töskugerð, þ.e. rennilásaísetning, límingar, strappasaumur, límstyrkingar, hnoð, segullásar o.fl. Gott að vera búin að útvega sér teflon fót á saumavélina til að auðvelda leðursauminn.
Nemendur koma með helstu saumaverkfæri s.s. saumavél, skæri, tvinna, málband, reglustiku, sníðapappír, krít, títuprjóna og litlar klemmur.
Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig á lista í gegnum tölvupóst Helgu og er námskeiðið haldið þegar nægilegum fjölda hefur verið náð.