Örnámskeið í leggingssaum
Aðeins eru 6-8 þátttakendur á námskeiði.
Kvöldnámskeið, 1 kvöld, frá kl. 18-21, alls 3 klukkustundir.
Örnámskeið í leggingssaum, þar sem þáttakendur sníða og sauma sínar eigin leggings eða sokkabuxur. Þetta eru leggings sem góðar eru í yoga, ræktina, hversdags og líka hægt að hafa sokk á þeim og þá eru þær sokkabuxur, úr spandex efni og ýmsum litum og munstrum.
Á námskeiðinu saumar hver sínar einar leggings og lærir ferlið að sníða þær og sauma. Snið er á staðnum og aðeins unnið með Spandex efni og tvinna sem keypt eru á staðnum. Þáttakendur koma með eigin saumavél en geta einnig fengið afnot af overlock vél tilað sauma leggings buxurnar á staðnum. Það sem að þarf að hafa með sér, eru helstu verkfæri til sauma, saumavél, skæri, títuprjónar, málband og svo framvegis.
Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig á lista í gegnum tölvupóst Helgu og er námskeiðið haldið þegar nægilegum fjölda hefur verið náð.