Örnámskeið í peysusaum

Aðeins eru 6-8 þátttakendur á námskeiði. 

Kvöldnámskeið, 2 kvöld, einu sinni í viku frá kl. 18-21, alls 6 klukkustundir.

Námskeið í peysusaum, þar sem þáttakendur sníða og sauma sínar eigin peysur úr prjónaefni eða ullarprjónaefni úr íslenskri ull. 

Á námskeiðinu saumar hver sér eina peysu og lærir ferlið að sníða þær og sauma. Snið er á staðnum og eru efni og tvinni til sölu á staðnum. 

Þáttakendur koma með eigin saumavél en geta einnig fengið afnot af overlock- og þæfingarvél til að sauma og falda peysurnar.

Það sem að þarf að hafa með sér, eru helstu verkfæri til sauma, saumavél, skæri, títuprjónar, málband og svo framvegis. 

Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig á lista í gegnum tölvupóst Helgu og er námskeiðið haldið þegar nægilegum fjölda hefur verið náð.

Skráning
Previous
Previous

Leggingsnámskeið

Next
Next

Saumavélanámskeið